Merkingar

Ekki vera óséður
og leiðinlegur

Færðu auglýsinguna þína í aðra vídd and byrjaðu að skína. Leyfðu okkur að sjá um vörumerkið þitt og merkja það í smekklegum litum og frumlegri hönnun. Við leggjum alltaf fullt kapp á að gera fyrirtæki þitt, skrifstofu, bíl, o.s.frv. að segli fyrir mögulega viðskiptavini. Við notum hæstu gæði þegar kemur að filmum og prentun, svo að þú getur verið viss um að þín merking muni endast lengi.

Gluggamerkingar

Ein áhrifaríkasta og algengasta leiðin til að auglýsa um allan heim. Við notum hágæða plasthúðarfilmu frá Avery Dannison svo þú getir verið viss um að merkið muni vera til staðar í mörg, mörg ár. Ef þú ert ekki með neina hönnun fyrir gluggana getum við séð um það og búið til verkefnið og fylgt eftir þínum óskum. Form og útklippingar eru ekki vandamál fyrir okkur – við elskum áskoranir. Hverskyns mat og ráðgjöf er ókeypis.

Bílamerkingar

Öll elskum við upphaflegt útlit bíla og margbrotnar merkingar þeirra. Með notkun á bestu filmunum eins og 3M, Avery Dannison, Hexis og Aslan ásamt áralangri reynslu okkar máttu búast við faglegum frágangi og framúrskarandi útliti.

Skrifstofumerkingar

Vissir þú að útlit og innanhúshönnun skrifstofunnar þinnar hefur veruleg áhrif á líðan starfsmanna þinna?
Við bætum fleiri litum, glæsilegum skiltum og áhugaverðri vegghönnun við fyrirtækið þitt. Eftir hvert verkefni fáum við margar góðar athugasemdir sem gefa skýrt til kynna að við höfum gefið vinnustaðnum auðkenni.
Hefurðu ekki hugmynd um hvernig á að hanna skrifstofuna? Við reddum þér! Við getum fylgt hugmyndum þínum eða búið til tilbúið verkefni fyrir þig sem að lokum er greint frá í forskoðunarkynningu.